Um víða veröld - Jörðin

84 Freðmýrar Freðmýri heitir nyrsta gróðurbelti jarðar. Þar eru vetur langir og kaldir og dagar stuttir. Yfir dimmustu mánuðina kemur sólin ekki upp. Frostið getur verið yfir 20 °C dögum saman. Hásumarið er alger andstaða við dimmu vetrarmánuðina. Þá sest sólin ekki svo bjart er allan sólarhringinn. En sumarið er stutt og hitastigið yfir heitasta mánuðinn nær rétt 10 °C. Þá þiðnar efsta lagið af jarðveginum svo landið verður blautt og miklar mýrar myndast. Undir er jarðvegurinn frosinn allan ársins hring (sífreri). Það hvorki rignir né snjóar mikið á freðmýrunum. Gróðurinn einkennist af lágvöxnum jurtum eins og grösum, mosum, fléttum, víðitegundum og fjalldrapa. Engar hávaxnar plöntur er þar að finna. Háfjallagróður er oft flokkaður í sama gróðurbelti og freðmýri vegna mjög svipaðs gróðurfars. Skógar Um þriðjungur af þurrlendi jarðar er þakinn skógi sem skipt er í barr­ skóga, laufskóga og hitabeltisregnskóga. Skógar eru mikilvægir öllu lífi. Þar eru heimkynni aragrúa plantna og dýra. Skógar hafa einnig mikla efnahagslega þýðingu fyrir margar þjóðir. Víða um heim hefur skógum verið eytt fyrir ræktað land. UNDIRGRÓÐUR Undirgróður kallast sá gróður sem er að finna á skógarbotninum. SÚR JARÐVEGUR Súr jarðvegur getur haft mikil áhrif á plöntur. Því súrari sem jarðvegur er því minni verður vöxtur plantna. Freðmýri á Grænlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=