Um víða veröld - Jörðin

85 Náttúra, gróður og loftslag jarðar Barrskógar Hið sígræna barrskógabelti liggur ummiðbik norðurhvels jarðar, aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Eins og nafnið gefur til kynna er einkennisgróður þess barrtré. Barrskógar þekja stór svæði í norðanverðri Norður-Ameríku, þ.e. Kanada og nyrstu fylkjum Bandaríkjanna. Í Evrópu eru miklir barrskógar í Skandinavíu og Rússlandi og í Asíu teygja skógarnir sig allt austur til Kyrrahafsins. Helstu einkenni barrskóga eru kaldir og snjóþungir vetur en úrkoma er þar aðallega í formi snjókomu. Jarðvegur er þunnur og næringarsnauður og undirgróður rýr samanborið við laufskóga þar sem barrskógar eru jafnan þéttir þannig að sólarljósið nær ekki eins greiðlega að skógarbotn­ inum svo annar gróður fái þrifist. Tegundafjölbreytni er mun minni en í öðrum skógum. Algengustu trjátegundirnar eru lerki, greni, þinur og fura. Það eru ekki aðeins sígræn tré sem vaxa í barrskógabeltinu heldur einnig harðgerð lauftré eins og birki, aspir, reyniviður og víðitegundir. Laufskógar Skóga þar sem lauftré eru ríkjandi er að finna þar sem loftslag er temprað. Laufskógar teygja sig frá Mið-Evrópu inn í vesturhluta Síberíu. Þá má finna í norðurhluta Kína, Norður-Ameríku, á svæðum í Suður-Ameríku og í suðurhluta Eyjaálfu. Upphaflega var náttúrulegt gróðurfar á þessum svæðum, sumargrænir skógar með trjátegundum eins og eik, ask, beyki, hlyn, álmi og kastaníu. Barrskógur í Síberíu. Laufskógur að hausti til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=