Um víða veröld - Jörðin

83 Náttúra, gróður og loftslag jarðar HITABELTISREGNSKÓGAR Hitabeltisregnskógur einkennist af gróðri sem hefur aðlagast miklum hita og úrkomu sem er þar allt árið um kring. Þar er tegundafjölbreytni mikil hvort sem um er að ræða gróður eða dýr. EYÐIMÖRK Eyðimerkur eru gróðurlítil landsvæði þar sem þurrkar hamla gróðri. Ársmeðalúrkoma er yfirleitt minni en 250 mm. Flestar eyðimerkur á jörðinni eru í námunda við nyrðri og syðri hvarfbaug. MIÐJARÐARHAFSGRÓÐUR Miðjarðarhafsgróður (Makkíkjarr) er sí­ grænn gróður, runnar og þykkblöðungar sem finna má umhverfis Miðjarðarhafið en þaðan dregur gróðurbeltið heiti sitt. GRASSLÉTTUR STEPPA og SAVANNI Gríðarstórar grasi vaxnar sléttur eru á milli eyðimarka og regnskóga. Þar er of þurrt til að skógar geti vaxið en of rakt til að eyðimörk myndist. Grassléttum er skipt í steppur og savanna. Steppur eru þar sem loftslag í tempraða beltinu er of þurrt fyrir skóg svo gríðarstórar, grasi vaxnar sléttur verða einkennandi. Á savanna þar sem árstíðabundinnar úrkomu gætir, eru grös einkennisgróður og stöku tré.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=