Um víða veröld - Jörðin

Um víða veröld – Jörðin 40647 Um víða veröld – Jörðin er kennslubók í landafræði, einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Bókinni er skipt í átta kafla. Í hverjum kafla er að finna megintexta, rammagreinar til fróðleiks og ítargreinar um áhugaverð málefni. Í lok hvers kafla er að finna fjöl- breytt verkefni. Í bókinni er fjöldi korta, skýringarmynda og ljósmynda sem útskýrir lesefnið enn frekar. Fyrsti kaflinn fjallar um tilurð jarðar og jarðsöguna, gang himintungla og ferðir mannsins út í geiminn. Í öðrum kafla er rætt um uppbyggingu jarðar, innri og ytri öfl sem móta landið og breyta. Því næst er fjallað um landakort, hvernig þau nýtast manninum og nýjungar í kortagerð. Í fjórða kafla er umræða um náttúru, gróður og loftslag en höfin, hafstrauma og auðlindir hafsins í þeim fimmta. Sjötti kaflinn snýst um auðlindir og orku, endurnýjanlega og óendurnýjanlega orku og mikilvægi þess að vanda umgengni við auðlindirnar. Í sjöunda kafla er gerð grein fyrir búsetu og skipulags- málum á jörðinni og í lokakaflanum er svo fjallað um umhverfismál þar sem velt er upp mörgum áleitnum samfélagsmálum. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar og hljóðbók á vef Menntamálastofnunar. Höfundur er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=