Um víða veröld - Jörðin

82 Ef kortið er borið saman við kortið af loftslagsbeltunummá sjá greinilegt samhengi milli gróðurfars og loftslags. Gróðurfar Gróðurfar jarðar einkennist af ótrúlegri fjölbreytni ólíkra tegunda og ræðst af þáttum eins og jarðvegi, hæð yfir sjó og veðurfari, þ.e. úrkomu, birtu og hitastigi. Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Plöntur sem gera sömu kröfur til umhverfisins mynda gróðursamfélög. Víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. FREÐMÝRI Freðmýri er nyrsta gróðurbelti jarðar. Á sumrin þiðnar einungis efsta lag jarðvegsins en þar fyrir neðan er jarðvegurinn frosinn allt árið. Freðmýri er trjálaust svæði þar sem helstu gróðurtegundir eru víðir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur. Þessar gróðurtegundir eru einnig dæmigerðar fyrir háfjallagróður. BARRSKÓGAR Barrskógur er sígrænn skógur á köldustu svæðum tempruðu beltanna. Þar eru sumur þó heit og vetur kaldir. Í barrskógabeltinu er jarðvegur víða þunnur, ófrjósamur og súr samanborið við laufskóga. Helstu trjátegundir eru fura, lerki, greni og þinur. LAUFSKÓGAR Laufskógar eru ríkjandi í tempraða beltinu þar sem jarðvegur er frjósamur. Trén eru sumargræn en fella lauf á haustin. Helstu trjátegundir eru eik, askur, beyki og hlynur. Laufskógar hafa víða verið höggnir niður og frjósömu landinu breytt í landbúnaðarsvæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=