Um víða veröld - Jörðin

81 Náttúra, gróður og loftslag jarðar 18. Kynnið ykkur rannsóknir á notkun ljósa­ bekkja. Er notkun ljósabekkja skaðleg eða ekki? 19. Finnið eins mörg orð og þið getið sem tengjast vatni í mismunandi formi. 20. Talið er að tíðni fellibylja komi til með að aukast vegna hlýnunar á jörðinni. Hvaða afleiðingar getur það haft í för með sér? Er eitthvað sem við getum gert til að koma í veg fyrir það? Ræðið málið. 21. Hvað vitið þið um ósonlagið? Hvaða hættur steðja að ósonlaginu? Búið til hugarkort þar sem fram kemur allt sem þið vitið um ósonlagið. Viðfangsefni 22. Fellibyljir og skýstrokkar eru algengir í Bandaríkjunum. Kynnið ykkur hvernig þeir myndast og leitið frétta af því hvaða eyðileggingu þeir hafa í för með sér. 23. Kynnið ykkur reglur um nafngiftir fellibylja. Gerið tillögu að íslenskum nafnalista yfir fellibylji. 24. Berið saman fellibyl og skýstrokk. Takið saman tölulegar staðreyndir (vindhraði, þvermál, hvernig og hvar þeir myndast o.fl. ). 25. Lýsið hringrás vatns á veggspjaldi, myndbandi eða á annan hátt. Kynnið ykkar útfærslu fyrir samnemendum. 26. Nefnið nokkrar skýjategundir í hinum þremur skýjaflokkum. Leitið uppi helstu einkenni hverrar tegundar fyrir sig á netinu eða öðrum heimildum og segið frá. 27. Veljið tvo loftslagsflokka og finnið veðurfar sem einkennir hvern loftslagsflokk fyrir sig þ.e. lofthita, loftþrýsting, úrkomu, vind, skýjafar og fleiri veðurþætti. 28. Hvaða gróðurhúsaloftegundir eiga stærstan þátt í að mynda gróðurhúsaáhrif og hvernig sleppa þær út í andrúmsloftið? 29. Mörk tempraða beltisins og kuldabeltisins eru hlykkjótt. Hvað ræður því? 30. Finnið nokkrar vefsíður þar sem hægt er að afla sér upplýsinga um veður. 31. Haldið veðurdagbók í eina viku, þar sem þið skráið hitastig 2–3 sinnum á sólarhring, skýjafar, vind og úrkomu. Ísland 32. Hvernig myndir þú lýsa veðurfarinu á Íslandi? 33. Hvaða stéttir nýta sér helst veðurspár? Af hverju? 34. Getum við átt von á fellibyl hér á Íslandi? Rökstyðjið. 35. Hvers vegna heldur þú að það sé munur á veðurfari á Norður- og Suðurlandi? 36. Hvers vegna er oft kaldara á nóttunni hjá okkur þegar það er heiðskírt? 37. Finndu nokkrar veðurstöðvar á Íslandi og merktu þær á kort. 38. Hvaða veðurstöð er næst þinni heimabyggð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=