Um víða veröld - Jörðin

156 Úrgangsefni frá heimilum Sorp er úrgangur úr hráefnum sem oft hefur farið mikil orka í að framleiða og því mikilvægt að endurnýta allt eins og kostur er. Með því að endurnýta er dregið úr mengun þegar sorp er urðað eða brennt. Sorpurðun krefst auk þess mikils landrýmis þar semmikil hætta er á mengun. Úrgangsefni frá sorpi geta borist í loft, vatn og jarðveg. Mengaður jarðvegur er ónot­ hæfur til ræktunar og jafnvel búsetu. Með endurnýtingu er heilmiklum verðmætum bjargað. Í Evrópu eru stór sorpfjöll víða mikið vandamál. Sorpið sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum er að mestu urðað á sorphaugum þar sem hætta er á að það mengi grunnvatnið. Til viðbótar við heimilissorpið berst mikið magn af úrgangi með frárennsli frá heimilum. Frárennsli er það sem kemur niður úr vöskum, klósettum og niðurföllum í frárennslislagnir sem liggja út í sjó. Áður fyrr náðu lagnirnar aðeins niður í fjöru þar sem staðbundin mengun var talsverð. Með nýjum reglugerðum eiga frárennslislagnir að ná nokkur hundruð metra út frá stórstraumsfjöru . Fyrir vikið verða fjörur í þéttbýlisstöðum aftur ómengaðar og því ákjósanlegt útivistarsvæði. Víða á meginlandi Evrópu ráða skolphreinsistöðvar ekki við að hreinsa allt frárennsli. Í Miðjarðarhafið rennur t.d. mikið af óhreinsuðu skólpi og er hafið miklu mengaðra en hinn fagurblái litur þess gefur til kynna. Frárennslismál víða um heim eru í miklum ólestri. Frá sorphaugunum á Álfsnesi. STÓRSTRAUMSFJARA Á stórstraumsfjöru er hæð sjávar­ borðs sú lægsta sem getur orðið, þ.e. mestur munur flóðs og fjöru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=