Um víða veröld - Jörðin

157 Umhverfið okkar Jarðrask vegna framkvæmda Jarðrask vegna ýmissa stórframkvæmda hefur lengi verið umdeilt vegna neikvæðra umhverfisáhrifa. Framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana hafa verið og eru mjög umdeildar. Sífellt meira land þarf að leggja undir uppistöðulón og mannvirki og háspennulínur setja sinn svip á landslag óbyggðanna. Alltaf þarf að vega og meta þann ávinning sem fæst af orkusölunni og þau áhrif sem virkjun vatnsfalla hefur á umhverfið. Jarðgangagerð fylgir einnig mikið jarðvegsrask. Með borun jarðganga og lagningu nýrra vega verður að spyrja hvaða áhrif það hefur á umhverfi og náttúru áður en hafist er handa. Hvaða áhrif það hefur á landslag og dýra- og plöntulíf. Hver raunverulegur ávinningur er af framkvæmdunum fyrir efnahag landsins. Jarðrask á einum stað getur leitt til gróður- og jarðvegseyðingar á stóru landsvæði. Þegar jarðvegi hefur verið raskað, búið er að losa um hann, getur vindur feykt honum burtu langar leiðir. Þegar jarðvegur er kominn af stað virkar hann eins og sandpappír og getur í verstu tilfellum eytt öllum gróðri sem hann fer yfir og skilið eftir örfoka land. Of ágeng beit og ræktun á landi getur einnig valdið gróður- og jarðvegs­ eyðingu. Land sem er snautt af næringarefnum í jarðvegi og er sérlega viðkvæmt fyrir átroðningi er ekki gott til beitar. Þaulræktun kallast það þegar land hefur verið ræktað svo lengi að jarðvegur er orðinn snauður af næringarefnum, þá er tímabært að hvíla landið. Mikið jarðrask getur haft verulega neikvæð umhverfisáhrif. Því er nauðsynlegt að menn íhugi áður en hafist er handa hver ávinningurinn verði af framkvæmdunum sem jarðraskinu fylgja. ÖRFOKA LAND Örfoka land er þegar allur gróður ásamt jarðvegi er fokinn burtu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=