Um víða veröld - Jörðin

155 Umhverfið okkar Umhverfismál í brennidepli Helstu umhverfismál sem eru í brennidepli meðal þjóða heims snúa að losun á ýmisskonar mengandi efnum hvort sem það er út í andrúmsloftið, hafið eða okkar nánasta umhverfi. Auk losunar á mengandi efnum fer mikið land undir urðun á sorpi. Ruslahaugar stækka sífellt með auknum fólksfjölda og neyslumynstri sem leiðir af sér meiri úrgang og sorp en þekkst hefur. Hvað er til ráða? Hvernig getum við hagað lífi okkar svo að ástand umhverfismála í heiminum batni? Mengandi samgöngur Stór hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá samgöngum um allan heim. Sérstaklega í hinum vestræna heimi þar sem bílaeign og bílanotkun er mjög almenn. Ef við tökum Ísland sem dæmi eru hér rétt rúmlega 200 þúsund fólksbílar sem er mjög mikið ef við horfum til höfðatölu. Með því að draga úr útblæstri bílaflotans, s.s. með því að nýta umhverfisvænni orkugjafa sem menga minna og nota almenningssamgöngur í auknum mæli, má draga verulega úr mengun. Umhverfisvænsti ferðamátinn er þó hjólreiðar og að fara fótgangandi. Ef styttri ferðir innanbæjar væru farnar gangandi eða á hjóli væri hægt að draga talsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisvænn farkostur verður sífellt vinsælli hjá þeim sem láta sig umhverfismál varða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=