Um víða veröld - Jörðin

137 Auðlindir og orka Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Skoðaðu myndirnar af því hvernig kol og olía myndast. a. Hvað eru kol? b. Hvað er olía? c. Hvað er jarðgas? 2. Í hvaða löndum er flest kjarnorkuver að finna? 3. Hvar er helstu háhitasvæði að finna á landinu? 4. Finnið Drekasvæðið á korti. Hvað er langt að sigla þangað frá Íslandi? Finndu svarið 5. Hver eru helstu olíuríki heims? 6. Hvaða samtök eru það sem nefnast OPEC og fyrir hvað standa þau? 7. Hvaða olíuríki mynda OPEC samtökin? Leitaðu á netinu. 8. Hvað er m.a. framleitt úr olíu? 9. Útskýrðu ferlið mór-brúnkol-steinkol. 10. Hvaða orkugjafa notum við til húshitunar á Íslandi? Umræður 11. Hvaða spurninga þarf að spyrja áður en hafist er handa við vinnslu jarðefnaeldsneytis, eins og olíuvinnslu? 12. Finnið nýlega frétt á netinu eða í dagblaði um orkunýtingu. Takið saman aðalatriði úr fréttinni og kynnið fyrir samnemendum. 13. Finndu dæmi um nokkrar olíulindir í heiminum, veldu eina, kynntu þér ýmsar upplýsingar um hana og búðu til veggspjald með upplýsingunum. 14. Hvaða áhrif hefur það á lífríki lands og sjávar þegar olíuskip sekkur eða strandar? 15. Gerið lista og skráið kosti og galla umhverfis­ vænna orkugjafa. 16. Eiga Íslendingar að hefja olíuvinnslu á Dreka­ svæðinu? Ræðið málið í litlum hópum. Reynið að finna rök með og á móti og komist að sam­ eiginlegri niðurstöðu. Kynnið fyrir bekknum. Viðfangsefni 17. Olíuslys í hafinu eru sem betur fer ekki algeng. Hvernig verða þau og hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þau? 18. Kjarnorkuver hafa verið reist í mörgum löndum til rafmagnsframleiðslu. Kannaðu hvar kjarnorkuver er að finna. Hvaða hætta getur stafað af kjarnorkuverum? Hvað er gert við kjarnorkuúrganginn? 19. Hreint loft er náttúruauðlind. Hvað getur eyðilagt þá auðlind? Hvernig getum við verndað hana? 20. Ríki sem búa yfir olíulindum hafa mikil völd. Finndu dæmi um milliríkjadeilur og jafnvel styrjaldir sem rekja má til yfirráða yfir olíulindum. 21. Hjálpist að við að gera lista yfir það hvernig hægt er að spara orku. 22. Reiknið út hvað það kostar að kaupa olíu á fólksbíl fyrir eitt ár? En jeppa? Ísland 23. Hvað er það sem einkennir helst jarðvatn á háhitasvæðum? 24. Hvers vegna má nota vatn af lághitasvæðum beint til húshitunar en ekki af háhitasvæðum? 25. Hvers konar hverir einkenna a) háhitasvæði, b) lághitasvæði? 26. Í hvaða flokka eru vatnshverir flokkaðir og hvar á landinu er að finna þekktustu hverina í hverjum flokki fyrir sig? 27. Hvað heitir vatnsmesti hver landsins og hvar er hann að finna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=