Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú þetta? • Um 40% alls mannkyns býr innan við 60 km frá sjávarströnd. • Þrjár af hverjum fjórum stórborgum í heiminum eru staðsettar við sjó. • La Paz er sú höfuðborg sem er hæst yfir sjávarmáli, 3640 metrum. • Elsta höfuðborg í heimi er Damaskus í Sýrlandi en þar hafa menn búið síðan 2500 f.Kr. • Í Limpopo-héraði í Suður-Afríku hefur verið hannaður bar inni í tré. Tréð er 22 metra hátt og 47 metrar að ummáli. Þar eru sæti fyrir 60 manns. • Einn hættulegasti fjallvegur í heimi er Norður-Yungas-vegurinn sem liggur á milli La Paz og Coroico í Bólivíu. Á veginum, sem nær sums staðar upp í 4700 m hæð, farast að meðaltali um 300 manns á ári. • Borgin Los Angeles færist nær San Francisco um 5 cm á ári vegna fleka- hreyfinga á San-Andreas-misgenginu. • Stærsta neðanjarðarlestakerfi heims er að finna í Rússlandi. Á hverjum degi flytur það um 9 milljónir manns til og frá 177 lestarstöðvum. Í New York flytur neðanjarðarlestakerfið um 4,5 milljónir manns á dag. • Lengsta gata í heimi er Yonge Street í Kanada, 1896 km löng. Hringvegurinn um Ísland er um 1332 km langur. Í þessum kafla lærir þú um: • hugtakið staðarval • byggðaþróun og búferlaflutninga • borgvæðingu og fátækrahverfi • starfsemi ólíkra atvinnugreina • hlutverk sveitarfélaga í skipulagsmálum • aðalskipulag og deiliskipulag

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=