Tommi og tækin

Á bænum þar sem Tommi bjó voru margar gamlar vélar sem voru löngu ónýtar. Tomma fannst gaman að leika sér í gamla ónýta jeppanum. Honum fannst líka gaman að leika sér í gamla ryðgaða traktornum og vélsleðanum. Þá þóttist Tommi vera fullorðinn. Hann ímyndaði sér að hann væri uppi á fjöllum eða í heyskap í brakandi þurrki. Hvar fannst Tomma gaman að leika sér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=