Previous Page  161 / 164 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 161 / 164 Next Page
Page Background

H

háður atburður

þegar útkoma úr atburði er háð því sem gerist í öðrum atburði

hágildi

punktur sem hefur hærra y-gildi en allir aðrir nálægir punktar hægra eða vinstra megin við punktinn

heildargreiðsla lána summan af afborgunum, vöxtum og gjöldum sem borga þarf vegna láns við hverja afborgun

herma

í líkindareikningi: að búa til líkan af atburði

hlutfall

í tveimur einslaga myndum eru samsvarandi hliðar í sömu hlutföllum

hlutfallstala kostnaðar segir til um greiðslur sem standa í réttu hlutfalli við lánsupphæð

hlutfallstíðni

fjöldi tiltekinna athugana deilt með heildarfjölda athugana

hlutfallstölur

x og y eru hlutfallstölur ef

x

y

er fasti

hvarfpunktur

punkturinn þar sem tvær eða fleiri samsíða línur virðast koma saman í einum og sama punktinum

óendanlega langt frá þeim sem horfir

höfuðstóll

er fjárhæð sem vextir eru reiknaðir af

I

inneign

upphæðin sem tilgreind er á bankareikningi

innlánsvextir

vextir af peningum sem liggja á bankareikningi, innlánsvextir eru lægri en útlánsvextir

innsetningaraðferðin aðferð til að leysa jöfnuhneppi, þá er fundin stæða fyrir eina breytu í einni jöfnunni og stæðan

síðan sett inn fyrir þá breytu í annarri jöfnu

J

jafnar líkur

í líkindareikningi: þar sem jafnar líkur eru á öllum útkomum

jafngreiðslulán

lán sem er greitt niður með jafn háum greiðslum á hverjum gjalddaga; í byrjun er hluti

afborgananna lágur og hluti vaxtanna hár en síðan breytist þetta eftir því sem líður á lánstímann

jöfnuhneppi

tvær eða fleiri jöfnur með tveimur eða fleiri breytum

K

krosstafla

tafla með línum og dálkum, notuð til að hafa yfirlit yfir tvo óháða viðburði eða tilraunir

L

langhlið

í rétthyrndum þríhyrningi kallast lengsta hliðin langhlið, langhliðin er mótlæg rétta horninu

lággildi

punktur sem hefur lægra y-gildi en allir aðrir nálægir punktar hægra eða vinstra megin við punktinn

lán með jöfnum

afborgunum

lán þar sem greiðslur á afborgunardegi eru breytilegar; afborgunin sjálf er óbreytt en vaxtahlutinn

lækkar eftir því sem á lánstímann líður

liður

tala eða algebrustæða sem á að leggja við eða draga frá annarri stæðu, liðir eru aðgreindir með

plús- eða mínustákni

líkindatré

í líkindareikningi: eins konar myndrit þar sem hver útkoma er einn punktur og línur tákna hvernig

útkomur verða hver á eftir annarri með ákveðnum líkum

líkur út frá tilraunum samsvara hlutfallslegri tíðni í tilraun; P er tíðni hagstæðra útkomna deilt með heildarfjölda

mögulegra útkoma

M

margföldunarreglan í

líkindareikningi

líkurnar á að tveir óháðir atburðir verði samtímis eru fundnar með því að margfalda saman líkurnar

á hvorum atburði fyrir sig: P(A og B) = P(A) ∙ P(B)

markgildi falls

gildi sem fallgildið nálgast þegar óháða breytan nálgast ákveðið gildi eða stefnir í óendanlegt eða

mínus óendanlegt

minnkun

hlutfallið, minni tala : stærri tala

minnsta sameiginlega

margfeldi

minnsta talan sem allar tölurnar, sem um ræðir hverju sinni, ganga upp í

mælikvarði

hlutfallið milli lengdar á eftirmynd og samsvarandi lengdar á frummynd

N

nafnvextir

vextir inn- og útlána sem gefnir eru upp hverju sinni án tillits til verðlagsbreytinga

nettólaun

laun eftir að skattar og fleiri frádráttarliðir hafa verið dregnir frá, útborguð laun

núllpunktsreglan

ef margfeldi talna eða algebrustæðna er 0 hlýtur að minnsta kosti annar –

eða einn – þátturinn að vera 0

Kafli 3 • Algebra og jöfnur

159