Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 38 8.9.1 Slys sem ekki eru talin lífshættuleg • Öll slys sem ekki eru talin lífshættuleg t.d. beinbrot og skurðir eru tilkynnt beint til foreldra af starfsmönnum leikskólans. Æskilegt er að deildarstjóri barnsins eða leikskólastjóri sjái um að hringja í foreldra. • Mikilvægt er að sá starfsmaður sem hringir viti nákvæmlega um ástand barnsins og hver viðbrögð leikskólans hafi verið fram að símtalinu, til dæmis hvort hringt hefur verið á sjúkrabíl eða leitað ráða hjá heilsugæslu. Símtalið • Sá sem hringir kynnir sig með nafni og segir hvaðan er hringt. • Sá sem hringir á að vera rólegur og tala skýrt. • Sagt er í stuttu máli frá því sem kom fyrir barnið og reynt að koma því strax til skila hvað sé að. Mikilvægt er að nota ekki sterk orð. • Ef hringt hefur verið á sjúkrabíl er endað á að segja frá því og látið vita hvaða starfsmaður fór með barninu á sjúkrahús/heilsugæslu og hvert var farið. 8.9.2 Lífshættulegt ástand Mikilvægt er að öll sveitarfélög setji sér verklagsreglur um tilkynningu til foreldra vegna alvarlegra og lífshættulegra slysa á börnum. Tillaga að verklagsreglum sveitarfélaga er í viðhengi. Leikskólastjórum ber að kynna sér þær verklagsreglur sem gilda í sínu sveitarfélagi. Ef ástand barnsins er lífshættulegt (barnið er í hjarta- og öndunarstoppi eða meðvitundarlaust) þarf að vinna samkvæmt verklagsreglum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Æskilegt er að tilkynning til foreldra komi frá áfallateymi slysadeildar eða sambærilegu teymi á hverju svæði fyrir sig. 8.10 Eftir slys Eftir að slys hefur átt sér stað er mikilvægt að fara yfir skráningar á slysinu og öryggisatriði skólans. 8.10.1 Skráning slysa í leikskólum Mikilvægt er að öll slys sem verða á börnum í leikskólum séu skráð á tiltekið slysaskráningarblað.. Skráning slysa er mikilvægur hluti af innra og ytra eftirliti leikskólans. Leikskólastjóri tekur saman í lok hvers árs hvar, hvenær og hvernig slys hafa átt sér stað og skoðar t.d. hvar hættur í leikskólanum er að finna eða hvort eftirlit starfsfólks með börnum sé fullnægjandi. Sveitarfélög ættu að taka saman yfirlit yfir slys í leikskólum árlega. 8.10.2 Hvenær á að skrá slys í leikskóla? Öll slys þar sem barn hefur hlotið það mikinn áverka að það þarfnast meðferðar hjá tannlækni, slysadeild, barnaspítala, heilsugæslustöð eða hjá sérfræðingi, ber að skrá á slysaskráningarblað. Ekki er ástæða til að skrá alla áverka. Minniháttar áverka þar sem ekki er hætta á frekari afleiðingum þarf ekki að skrá eins og kúlu á enni, skrámur, grunnt klór og skolun á sandi úr auga. Í þeim tilfellum þar sem leikskólastjóri óskar eftir því að slys sé skráð skal það gert.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=