Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 31 6 Eftirlit Eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum skal vera í samræmi við kröfur samkvæmt staðlaröðinni ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177 sem taldar eru upp í viðauka I með reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002 . Neytendastofa hefur eftirlit með því að leikvallatæki á markaði uppfylli settar reglur um öryggi. Málsmeðferð og réttarfarsúrræði fer eftir ákvæðum laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með því að farið sé að ákvæðum laga varðandi leikvallatæki í notkun og öryggi leiksvæða. Tíðni þess eftirlits er háð mati eftirlitsaðila og við slíkt mat skal tekið tillit til umfangs og innra eftirlits þess leiksvæðis sem um ræðir. Heilbrigðisfulltrúi skal hafa aðgang að öllu skráðu og skjalfestu efni er eftirlitið varðar. 6.1 Innra eftirlit Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 94/2002 segir á þessa leið: • Í starfsleyfi leikskóla skal heilbrigðisnefnd gera kröfu um innra eftirlit á leiksvæðum og með leikvallatækjum. • Innra eftirlitið skal vera samkvæmt ákvæðum staðalsins ÍST EN 1176. • Innra eftirlit skal framkvæma samkvæmt gátlista og í því skal vera slysaskráning. • Í innra eftirlitinu skal tilgreina til hvaða úrbóta skal grípa þegar frávik verða frá ákvæðum reglugerðarinnar og hvenær úrbótum er lokið. • Mælt er með að innra eftirlit sé hluti af gæðahandbók. • Innra eftirlit greinist í reglubundna yfirlitsskoðun, rekstrarskoðun og aðalskoðun, sbr. ákvæði í viðauka III í reglugerðinni. • Aðalskoðun skal framkvæmd af hæfum aðila samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda leikvallatækja. Rekstraraðili ber ábyrgð á innra eftirliti. Með hverjum eftirlitsþætti innra eftirlits ætti að vera ábyrgðaraðili sem gerir rekstraraðila viðvart um það sem aflaga fer og bendir á nauðsynlegar úrbætur. Rekstraraðili gerir nauðsynlegar úrbætur eða tekur leikvallatæki úr notkun. 6.1.1 Eftirlit starfsmanna Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 94/2002 segir að reglubundna yfirlitsskoðun geti þurft að framkvæma daglega í leikskólum allt eftir notkun og álagi á leiksvæðinu. Tilgangur hennar er að greina strax hættur sem geta stafað af skemmdarverkum, notkun, sliti eða veðrun. Dæmi um þetta er hættulegt rusl, skemmd leikvallatæki, lausar festingar leikvallatækja og marka, slitnir hreyfihlutir, flísar, útistandandi naglar og skrúfur og óvarðar undirstöður. Markmiðið með skoðuninni er fyrst og fremst að tryggja öryggi barna á lóðinni. Mikilvægt er að framkvæma skoðun á lóð daglega áður en börn fara út að leika sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=