Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 29 5.5.1 Lýsing Í kringum leikskóla og á öllum leiðum að leikskóla, hvort heldur er frá bílastæði, gönguleið eða hjólastígum þarf lýsing að vera jöfn, heildstæð og kröftug en ekki blindandi. Lýsing þarf að taka mið af öllum notendum. Samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 skal birta á umferðarleiðum bygginga og lóða vera nægjanleg til að allir aldurshópar geti athafnað sig óhindrað og af fullu öryggi. Þar sem gert er ráð fyrir umgengni almennings ætti að taka tillit til heildaráhrifa þannig að tryggt sé að hvergi verði staðbundin, ófullnægjandi birtuskilyrði sem skapað geta slysahættu. Mikilvægt er að skipta um bilaðar perur strax og lagfæra ljós sem hafa bilað. 5.5.2 Ljósastaurar, girðingar og hlið úr járni Ef girðingastaurar, ljósastaurar og hlið eru úr járni t.d. galvaniseruð, þarf að mála þau upp í 1,5 metra hæð því annars er hætta á að börn geti fest við þau tungu eða fingur í frosti. 5.5.3 Ruslaskýli, tunnur og gámar Ruslaskýli, tunnur og gámar sem eru staðsett upp við leikskólabyggingar geta haft ákveðna hættu í för með sér svo sem brunahættu vegna íkveikju í rusli og fallhættu ef börn nota þetta sem tröppur til að komast upp á byggingar. 5.5.4 Hjólastandar Hjólastandar þurfa að vera staðsettir þar sem ekki er hætta á að fólk falli um þá, helst nokkrum metrum frá inngangi. Mikilvægt er að merkja svæðið í kringum þá þannig að sjóndaprir einstaklingar sjái þá. 5.5.5 Umferð og bílastæði við skólalóð Þegar barn byrjar í leikskóla þarf að kynna foreldrum/forráðamönnum barnsins aðkomu umferðar að leikskólanum. Slíkt felur í sér forvarnir og dregur úr líkum á að hætta skapist vegna umferðar á álagstímum. Mikilvægt er að allir sem erindi eiga í leikskóla komist þangað á öruggan hátt gangandi, hjólandi og/eða akandi. Þess skal gætt að umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda sé aðskilin eins og hægt er. Æskilegt er að bílastæði við leikskóla sé staðsett við leikskólabygginguna og merkt sérstaklega fyrir starfsfólk og fyrir foreldra. Gangbrautir skulu merktar þannig að sá sem ekur inn á bílastæðið sjái hvar þær eru. Nauðsynlegt er að taka á hraðakstri við leikskóla með bættri hönnun umferðarmannvirkja eða liðsinni lögreglu. 5.5.6 Göngustígar og gangstéttir Göngustígar og gangstéttir eiga að vera með slétt yfirborð. Ef meira en 2 cm mishæð er til staðar er hætta á falli. Ef hættulegar misfellur eru komnar í gangstéttir eða göngustíga er mikilvægt að það sé lagað sem fyrst. Niðurföll á göngustígum/gangstéttum eiga að vera • í sömu hæð og göngustígurinn/gangstéttin. • í lagi og hreinsuð reglulega til að koma í veg fyrir vatnstjón í byggingum og hálkumyndun að vetrarlagi. • með viðeigandi loki sem snýr rétt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=