Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 27 5.2.2 Leikföng fyrir 0-3 ára Leikföng sem kunna að vera hættuleg börnum yngri en þriggja ára (36 mánaða) skulu vera með viðvörun þar að lútandi ásamt ábendingu um hættuna sem viðvörunin lýtur sérstaklega að og upplýsingum um hvernig eigi að bregðast við þeirri hættu. Aldursviðvörunarmerking á að vera á leikfanginu sjálfu eða á umbúðum þess og ætti merkingin að vera myndræn (sjá mynd hér að neðan) eða í textaformi t.d.: Viðvörun! Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára! Þetta merki má sjá á leikföngum og á umbúðum leikfanga sem ekki eru við hæfi barna yngri en þriggja ára. Leikfanginu fylgja smáhlutir sem geta valdið köfnunarhættu ef þeir lenda í munni barns. 5.3 Kokhólkur Hafa skal í huga að ung börn stinga hlutum upp í sig. Nota skal kokhólk til að mæla smáhluti sem geta valdið köfnun hjá börnum. Kokhólkur ætti að vera til í öllum leikskólum. Kokhólkur er mælitæki sem notað er til að mæla stærð smáhluta sem getur valdið köfnun hjá yngri börnum. Sjá nánar á vef Neytendastofu. 5.4 Nokkur atriði til athugunar við innkaup á leikföngum Fyrir börn á leikskólaaldri þarf að velja leikföng sem þau ráða við, sérstaklega hvað varðar stærð, hraða og jafnvægi. Forðast ætti leikföng og leiktæki sem ná miklum hraða. • Gæta þarf sérstaklega að því að leikföng hafi ekki hvassar brúnir eða hvöss horn. • Varast ætti leikföng eða aðrar vörur sem líkjast matvælum. • Á brúðum og tuskudýrum eiga augu, nef, hár, hnappar og aðrir smáhlutir að vera vel festir. Þessir hlutir þurfa einnig að þola þvott. • Snúrur og bönd í leikföngum mega ekki vera lengri en 22 cm. • Teygjubönd föst við leikföng, t.d. bolta, mega ekki vera lengri en 3 cm. • Ef límmiði er festur á leikfang, er mikilvægt að ganga úr skugga um að börn geti ekki náð honum af og stungið upp í sig. • Ef leikfang inniheldur smárafhlöðu þarf lokið yfir rafhlöðuna að vera tryggilega fest, þar sem rafhlaða sem losnar getur valdið köfnunarhættu. Slíkar rafhlöður innihalda einnig eiturefni sem geta verið ætandi (sáramyndandi) í meltingarvegi. • Blöðrur eru ekki æskilegar fyrir börn yngri en 8 ára. Ef blaðra springur þarf að gæta að því að henda öllum hlutum hennar. Álblöðrur eru hættuminni en latex blöðrur. • Leikföng sem gefa frá sér há og hvell hljóð eiga að vera með viðvörunarmerkingu þess efnis að leikfangið eigi ekki að bera upp að eyra, þar sem það geti skaðað heyrn. • Mikilvægt er að leikföng séu sterkleg. Börn yngri en þriggja ára þurfa leikföng sem þola mikið hnjask. Leikföng úr harðplasti skal velja vel en sum þeirra geta brotnað auðveldlega. • Búningar og leikföng ættu ekki að vera úr eldfimu efni. • Segulleikföng hæfa ekki börnum yngri en 8 ára og því eiga slík leikföng ekki að vera til staðar í leikskólum. Hættan við þessi leikföng er sú að ef barn gleypir fleiri en einn segul þá leita þeir hvor annan uppi og geta fest saman í maga eða þörmum með alvarlegum afleiðingum. Á umbúðum leikfanga með segli á að vera viðvörun sem varar við hættunni ásamt aldursviðvörun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=