

51
Tilkynningarskyldan hefur lítið verið rannsökuð hér á landi og meðal
annars tilkynningar fagfólks. Kannanir háskólanema benda til þess að
margir leikskólastjórar séu óöruggir um eigið mat á aðstæðum (Hulda K.
Eyjólfsdóttir og Tinna Sigurðardóttir, 2005; Friederike H. Berger, 2006;
Sigrún Finnsdóttir, 2012). Ýmislegt virðist hindra fagstéttir í að tilkynna til
barnaverndar grun um að velferð barns sé í hættu (Erla K. Svavarsdóttir,
2010). Buckley, Horwath og Whelan (2006) rekja marga áhrifaþætti og
segja tilkynningahegðun fagfólks vera í senn „verk höfuðs og hjarta“, þ.e.
skýrast bæði af tækni- og tilfinningarökum. Efasemdir fagfólks hafa verið
dregnar fram í ýmsum rannsóknum og hér eru nokkur dæmi:
Helstu hindranir fagfólks við að tilkynna til barnaverndar, sem nefndar
hafa verið, tengjast
:
Efasemdum um eigin vitneskju og færni
•
Ég get ekki staðið í þessu ein(n).
•
Ég get ekki komið mér að því að spyrja.
•
Hvað geri ég ef barnið svarar já?
•
Þá ríður á að ég bregðist rétt við – og það strax!
•
Hvað geri ég ef foreldrar/ofbeldismaðurinn neitar?
•
Hvað ef móðirin styður ekki barnið?
•
Ótta við að hafa rangt fyrir sér.
•
Ótta um skort á sönnunum.
Ótta við að skaða aðra
•
Óöryggi við að grípa inn í einkalíf annarra.
•
Hvernig fer fyrir barninu?
•
Verður barnið látið flytja að heiman?
•
Ef ég ásaka saklausan mann, saklaust fólk?
•
Ef það verður verra fyrir barnið?
•
Ef ég bregst trausti barns?
Vantrú
•
Trú á að ekkert verði gert hvort sem er.
Hér sést að við sjálf erum oft fyrsta hindrunin. Svarið við þessu öllu er
að hver skóli þarf að hafa ákveðið verklag um hver tilkynnir – og hvern-
ig – til barnaverndarnefndar. Fyrirkomulagið þarf að vera til þess fallið
að tilkynningu sé komið á framfæri eins fljótt og unnt er. Mikilvægt er
að verklagið sé öllum ljóst. Það getur verið skólastjóri, skólahjúkrunar-
fræðingur eða einhver annar starfsmaður skólans sem kemur tilkynn-
Hver skóli þarf að
hafa ákveðið verklag
um hver tilkynnir
til barnaverndar
nefndar og hvernig