Náttúrulega 1 - verkefnabók

31 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 2. kafli PÚLS Mældu púlsinn þinn. Það gerir þú með því að finna staðinn á hálsinum eða úlnliðnum þar sem slátturinn í slagæðunum finnst. Þú horfir síðan á klukku og tekur tímann í 1 mínútu og telur slögin á meðan. Hver var púlsinn? 60 sek. Hoppaðu um stofuna, dansaðu við skemmtilegt lag eða hlauptu úti í u.þ.b. 1–2 mínútur. Mældu púlsinn aftur. Hver var púlsinn? Hver var breytingin? Hvers vegna verður breyting á púlsi við hreyfingu? Hvað ertu margar mínútur í skólanum á hverjum degi? Hvenær heldur þú að púlsinn þinn sé lægstur í skólanum og af hverju? Hversu oft slær hjartað í þér einn skóladag ef þú ert sitjandi allan tímann? Hversu oft slær hjartað í þér einn skóladag ef þú ert á hlaupum eða dansandi allan tímann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=