Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Typpi Sumir líkamar eru með typpi en aðrir ekki. Typpið er líkamshluti sem liggur utan á líkamanum þannig að auðvelt er að sjá það. Stundum er það mjúkt og stundum er það hart. Eins og geirvörtur, píkur og rassar eru typpi með allskonar lögun, stærð og lit. Þegar líkaminn vex, vex typpið líka. Það vex mest við kynþroskann, þegar hár fer venjulega að vaxa í kringum það. Eins og snípurinn getur typpið verið mjög viðkvæmt og það getur verið notalegt og kitlandi að snerta það. Inni í typpinu eru lítil göng. Þetta er þvagrásin. Göngin eru með gat eða op sem er venjulega á enda typpisins þar sem piss (líka kallað þvag) kemur út. Vegna þess að þvagrásin tengir innri hluta líkama okkar við ytri hlutann er gott að þvo hendurnar áður og eftir að við snertum hana. 66 Typpi, eistu og pungur Börn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=