Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

65 Snípur Snípurinn er kynfæri sem er bæði inni í líkamanum og utan á. Snípurinn getur verið mjög viðkvæmur og það getur verið notalegt og kitlandi að snerta hann. Sumir snípir eru stærri en aðrir. Suma er auðvelt að sjá og finna en aðra ekki. Minnsti hluti snípsins er utan á líkamanum við efri hluta píkunnar þar sem barmarnir tveir mætast. Þessi hluti er oft falinn undir lítilli hettu. En snípurinn er mun stærri en það. Stærsti hluti snípsins er inni í líkamanum þannig að þú getur ekki séð hann. Leggöng Leggöngin eru kynfæri sem eru inni í líkamanum. Leggöngin eru sterk og teygjanleg göng. Það er gat eða op á leggöngunum á bakvið píkuna. Þvagrás Þvagrásin eru lítil göng sem hafa gat eða op við annan endann þar sem pissið (sem er líka kallað þvag) kemur út. Vegna þess að þvagrásin tengir innri hluta líkama okkar við ytri hlutann er gott að þvo hendurnar áður og eftir að við snertum hana. Snípur pi vagrás Skapabarmar Leggöng Innri snípur Endapi armsop

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=