Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

67 Forhúð Ef barn fæðist með typpi er venjulega lag af húð sem hylur enda þess eins og nokkurs konar hetta. Þetta er kallað forhúð. Þegar líkami er ungur getur forhúðin verið þröng og hreyfst lítið. Þegar líkami vex, losnar um forhúðina og hún vex líka. Það er mikilvægt að toga ekki of fast í forhúðina áður en hún losnar af sjálfu sér. Sumar fjölskyldur velja að láta fjarlægja forhúðina, venjulega stuttu eftir að barn fæðist. Það kallast umskurður. Alveg eins og píkur eru ólíkar, þá eru typpi það líka. Pungur og eistu Pungurinn minnir á lítinn poka eða belg sem er upp við líkamann fyrir neðan typpið. Í pungnum eru eistun og hann verndar þau. Flestir líkamar með eistu hafa tvö eistu. En sumir eru með eitt. Eistun eru mjög viðkvæm og næm, sem er ástæða þess að þau eru varin inni í pungnum. Þrátt fyrir það geta eistu meiðst, ef þau eru snert harkalega. Fullordnir Typpi Eista Pungur pi vagrás Forhúd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=