Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Píka Sumir líkamar hafa píku en aðrir ekki. Margt fólk (þar á meðal fullorðnir) ruglar píkunni saman við leggöngin. Leggöngin eru inni í líkamanum og píkan er utan á. Ef þú ert með píku, er hún það kynfæri sem þú getur séð milli fótanna á þér. Píkan er samsett úr fellingum af húð sem kallast skapabarmar. Það eru margar fellingar af húð en þegar líkami er ungur, lítur þetta út eins og tvær fellingar sem mætast með línu í miðjunni. Þegar líkaminn er ungur eru flestar píkur svipaðar í útliti. Þegar líkami vex og breytist, vex píkan og breytist líka. Við kynþroska, er algengt að hár vaxi í kringum píkuna. Engar tvær fullorðnar píkur líta eins út. Píkan hylur og verndar þrjá hluta kynfæranna. Píka, snípur og leggöng Fullordnir Börn 64

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=