Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 67 VÉLSAUMUR BÓKARKÁPA EÐA PENINGAVESKI Efnisþörf: * plasthúðað efni fyrir ytra byrðið og vasana * bómullarefni í fóðrið * flíselín til að styrkja fóðrið * plast fyrir ljósmyndavasann * 4 stk. af málmhornum fyrir veski (fæst í föndurbúðum) * stuttur rennilás fyrir smámyntavasann STÍLABÓK/DAGBÓK FÓÐUR YTRA BYRÐI 1. Taktu upp snið eða búðu til þitt eigið: * Teiknaðu snið eftir opinni dagbók eða stílabók. Bættu við 1 cm saumfari á fóðrið, 2 cm á ytra byrðið og skáklipptu hornin. Vasasniðið er jafnbreitt fóðrinu. * Sniðið passar fyrir stílabók í A6 stærð. YTRA BYRÐI (PLASHÚÐAÐ EFNI) FÓÐUR (BÓMULLAREFNI) VASI 2. Klipptu ytra byrðið og eins marga vasa og þú vilt (2–4 stk.) úr plasthúðuðu efni eða þykku plastefni. Klipptu fóðrið og smámyntavasann úr bómullarefni. Athugaðu í hvað röð þú klippir svo efnin nýtist sem best.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=