Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 68 VÉLSAUMUR 3. Mynd fest á framhlið: * Klipptu ”glugga” á framhliðina, fjarlægð gluggans frá brún allan hringinn er minnst 3 cm. * Settu útsaumsverk, handmálað efni, munstrað efni eða annað í opið og finndu rétt sjónarhorn. * Nældu með títuprjónum og saumaðu með beinsaumi nálægt brúninni. * Snyrtu brúnirnar á myndinni frá röngu. 4. Samsetning: * Saumaðu fald á aðra lengri hlið vasanna, ekki samt á þykka plastefnið. * Saumaðu rennilás á smámyntavasann. Fóðraðu smámyntavasann: Saumaðu fóðrið við brún vasans, rétta á móti réttu, brjóttu fóðrið undir vasann og víxlsaumaðu brúnir vasans og fóðursins saman. * Straujaðu flíselín á röngu fóðursins ef efnið er þunnt. * Nældu vasana ofan á fóðrið og víxlsaumaðu brúnirnar. Vasarnir festast við fóðrið. * Settu ytra byrðið undir fóðrið með röngu á móti röngu. * Brjóttu brúnir ytra byrðisins 1 cm yfir á fóðrið allan hringinn og nældu. * Saumaðu með beinsaumi saumfótarbreidd frá brún. 5. Settu smá dropa af lími á hornin og festu málmhornin varlega með hamri. RÉ RÉ RÉ RÉ RÉ RÉ RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=