Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 60 VÉLSAUMUR 3. Teiknaðu á sniðið op fyrir hálsmál eftir myndinni og þrengdu fremri hluta magans sem nemur breidd bilsins á milli framfóta. Teiknaðu sniðsaum á mitt bakið aftast. 4. Bættu við sniðið 3 cm lengju fyrir smellur meðfram báðum hálshlutum og meðfram hlið og fremst á magahluta. Rúnnaðu öll horn. Klipptu sniðið út. Mátaðu sniðið á gæludýrið þitt, áður en þú sníðir efni eftir því. Gerðu þær breytingar sem þarf. Sníða: Leggðu ytra byrði og fóður saman með réttu á móti réttu. Leggðu sniðið á og nældu. Þráðréttan er miðlínan eftir endirlöngu bakinu. Bættu við 1 cm saumförum. Merktu fyrir sniðsaumum. Klipptu. Sauma: 1. Saumaðu sniðsaumana og straujaðu þá. 2. Nældu ytra byrði og fóður saman, réttu á móti réttu. Saumaðu brúnirnar með saumfótarbreidd frá brún, skildu eftir op á beinni hlið til að snúa við. 3. Klipptu uppí saumför á sveigðum brúnum svo að þær herpist ekki saman þegar þú snýrð réttunni út. Snúðu kápunni við og straujaðu brúnirnar. 4. Saumaðu fyrir opið í höndum. Saumaðu beinsaum saumfótarbreidd frá brún allan hringinn. 5. Settu smellur á merkta staði. Ef vill má sauma mynd á kápuna úr endurskinsefni. FRAMHLUTI BAKHLUTI 3 cm 3 cm 3 cm háls háls BAK MAGI BIL Á MILLI FRAMFÓTA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=