Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 127 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR Bútasaumur flýtiaðferð UNDIRSAUMUR Í undirsaumi eru klipptir út fletir frá réttu svo það komi í ljós fletir í mismunandi litum sem liggja undir. Efnisþörf: * tveir eða þrír jafn stórir ferningar í mismunandi litum af efni sem raknar ekki upp (t.d. föndurfilt) * Sníðapappír sem festist við straujun 1. Raðaðu bútunum ofan á hvorn annan. Nældu og saumaðu bútana saman saumfótarbreidd frá brún. 2. Teiknaðu mynd á sníðapappír og straujaðu spegilmynd af teikningunni á bútana. Straujaðu sníðapappírinn á rönguna á efnisferningnum. Saumaðu eftir teikningunni með beinsaumi frá röngunni. MUNDU AÐ SETJA SAUMAVÉLANÁLINA NIÐUR Á HORNUM! 3. Fjarlægðu pappírinn. Fjarlægðu efnið, eitt lag í einu, frá réttunni, með því að klippa varlega. Notaðu lítil skæri með góðum oddi. 4. Ljúktu við verkið með mismunandi saumsporum; beinsaumi, víxlsaumi eða skrautsaumi. RÉ RA RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=