Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 128 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR JÓLATRÉ Efnisþörf: * föndurfilt fyrir bakgrunn 5 cm x 20 cm * flíselín 15 cm x 20 cm * straulím 20 cm x 30 cm * bökunarpappír * föndurfiltbútar fyrir greinar trésins * bendlabönd 5 cm * litlar bjöllur Aðferð: 1. Straujaðu flíselín á bakgrunninn. 2. Klipptu greinar trésins úr mismunandi litum af föndurfilti. Sniðin innihalda líka þann hluta sem fer undir greinarnar. 3. Settu bökunarpappír á straubrettið og straulímið þar ofan á. Raðaðu klipptu bútunum á straulímið, með réttuna upp og efst aðra örk af bökunarpappír. Straujaðu. 4. Losaðu bökunarpappírinn af og klipptu umfram straulím af bútunum. 5. Settu tréð saman með því að raða greinabútunum ofan á bakgrunninn. BYRJAÐU NEÐST! Festu hanka efst á tréð á milli bakgrunns og efsta búts. 6. Straujaðu grenigreinarnar við bakgrunninn í gegnum bökunarpappír. 7. Saumaðu grenigreinabútana við bakgrunninn með beinsaumi eða skrautsaumi í saumavélinni. 8. Klipptu bakgrunnsefnið frá eftir útlínum trésins. 9. Saumaðu litlar bjöllur á greinar trésins. 10. 8. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 9.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=