Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 125 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR Bútasaumur flýtiaðferð VILLIGÆSIR Villigæsir eru gamalt og hefbundið amerískt bútasaumsmunstur. Það er samsett af löngum, mjóum renningum, sem hægt er að setja saman í bútasaumsteppi eða minni verkefni. Með því að fylgja þessari flýtiaðferð færðu á sama tíma fjórar villigæsir. Aðferð: 1. Teiknaðu þríhyrning á blað í þeirri stærð sem þú óskar = villigæs. 2. Teiknaðu stóran ferning. Hlið fernings = lengri hlið þríhyrningsins + 3 cm. 3. Teiknaðu lítinn ferning. Hlið fernings = styttri hlið þríhyrnings + 2 cm. 4. Klipptu einn stóran ferning úr efni og úr öðru efni fjóra litla ferninga. 5. Teiknaðu með blýanti og reglustiku (eða straujaðu) línu horn í horn á litlu ferningunum. RA RA RÉ 6. Klipptu eitt horn af tveimur af litlu ferningunum. Leggðu litlu ferningana ofan á stóra ferninginn í horn á móti horni, klipptu hornin snúa að miðju og rétta er á móti réttu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=