Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 124 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR Bútasaumur flýtiaðferð SKORNIR FERNINGAR/BLÓMAKARFA Aðferð: 1. Skerðu ferninga (20 cm x 20 cm) úr ljósa og smámunstraða efninu. Skerðu til viðbótar tvo búta úr dökku efni. 2. Leggðu ljósan og dökkan bút saman, réttu á móti réttu og að auki smámunstraðan og dökkan bút. Saumaðu eins og fyrirmælin segja í Handbók í textíl bls. 80–81. 3. Skerðu sjö ljósa, þrjá dökka og þrjá smámunstraða búta úr efni sem eru jafnstórir tvílitu bútunum eftir að þeir hafa verið saumaðir saman og straujaðir. 4. Raðaðu öllum 25 ferningunum á vinnuborðið eftir myndinni. Gerðu t.d. pottaleppa úr þeim fjórum bútum sem verða afgangs! 5. Saumaðu ferningana saman í renninga. Straujaðu saumförin saman til hliðar. Saumaðu renningana saman í stærri ferning. Straujaðu. 8 stk. 7 stk. 4 stk. 3 stk. 3 stk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=