Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 117 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR FLÉTTAÐUR HURÐAKRANS Efni og áhöld: * efni í mismunandi litum * tróð/vatt * tvinni * skæri * málband * bandprjónn * saumavél Aðferð: 1. Veldu efni eftir árstíma í litum sem passa við tilefnið. 2. Klipptu þrjár lengjur, hver 3 m löng og 15 cm breið. 3. Brjóttu hverja lengju í tvennt á lengdina með réttu á móti réttu og saumaðu eftir lengri hliðinni og fyrir annan endann. 4. Snúðu hólknum yfir á réttu og fylltu hann hæfilega þétt með tróði. Getur notað bandprjón til að auðvelda verkið. 5. Brjóttu brúnina á endanum á fylltum hólkinum og saumaðu fyrir opið. 6. Festu hólkana saman með öryggisnælu og fléttaðu. 7. Saumaðu endana á fléttunni saman til að mynda hring. Mótaðu kransinn svo hann myndi hring og feldu um leið samskeytin. 8. Klipptu efnisræmur með takkaskærum og hnýttu utan um kransinn í slaufu. Þannig hylurðu samskeytin á kransinum. RA 100 cm 15 cm 100 cm 15 cm 100 cm 15 cm 100 cm 15 cm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=