Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 116 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR PÁSKAEGG/JÓLAKÖNGULL Efni og áhöld: * egg úr frauðplasti * efnisbútar * títuprjónar * tveir trékubbar * stór nagli Aðferð: 1. Undibúðu stand með því að negla langan nagla í gegnum tvo trékubba. 2. Stingdu frauðplastsegginu ofan á naglann. Þektu eggið með efnisþríhyrningum. 3. Klipptu efnið í ferninga (5 x 5 cm). Brjóttu bútana í tvennt og strjúktu eftir brotinu með nöglinni svo það haldist betur. 4. Brjóttu hornin aftur inn að miðju. Strjúktu eftir brotunum. 5. Þektu efsta hluta eggsins með þremur þríhyrningum og festu þá með títuprjónum. 6. Haltu áfram að festa næstu röð þannig að þríhyrningarnir hliðrist í hverri umferð. Fjölgaðu eða fækkaðu þríhyrningum í hverri umferð eftir þörfum. 7. Þektu hinn enda eggsins með sléttum bút og festu hanka í mjórri endann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=