Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 23 11.1 Rödduð önghljóð eru: v (vara), ð (vaða), j (jata), g (saga). 11.2 Órödduð önghljóð eru: f (fara), þ (þari), s (sómi), j (hjóla), g (sagt), h (hafa). Verkefni G Skrifið eftirfarandi vísu upp og dragið hring um önghljóðin: Lýðnum gef ég fróðafrið, fylli rígaþorski mið, bind í sveitum sólskinið, sérhvert loforð stend ég við. Ö.A. 1942. 12 Nefhljóð Nefhljóð myndast þannig að lokað er fyrir loftstrauminn í munnholinu og loftinu þess í stað hleypt út um nefið. Nefhljóð í íslensku eru aðeins táknuð með tveimur bókstöfum, m og n. Þau eru þó alls 4 (n-in eru aðgreind eftir myndunarstað, sjá síðar) og geta öll ýmist verið rödduð eða órödduð (samtals 8). 12.1 Rödduð nefhljóð eru: m (heima), n (vani), n (lengi), n (þungur). 12.2 Órödduð nefhljóð eru: m (heimta), n (fantur), n (banki), n (hlunkur). Verkefni H Skrifið eftirfarandi vísu upp og dragið hring um nefhljóðin: Sæmdar rann hann beina braut, beittum sannleiksörvum skaut, moðhausanna hlátur hlaut, heiðursmanna þakka naut. Ö.A. 1942. 13 Hliðarhljóð Hliðarhljóð myndast þannig að lokað er fyrir loftstrauminn í munnholinu nema það sem sleppur meðfram tungunni, til hliðar við hana, vinstra eða hægra megin eða beggja megin eftir því hver í hlut á. Hliðarhljóðið er táknað með l. Hliðarhljóð í íslensku getur verið bæði raddað og óraddað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=