Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 24 13.1 Raddað hliðarhljóð er t.d. l í elda. 13.2 Óraddað hliðarhljóð er t.d. l í elta. Verkefni I Skrifið eftirfarandi vísu upp og dragið hring um hliðarhljóðin: Táli beita og tyllisýn tóbakseitruð fyllisvín. Hugur leitar því til þín þekka sveitastúlkan mín. Ö.A. 1942. 14 Sveifluhljóð Í íslensku myndast sveifluhljóðið þannig að tungubroddurinn sveiflast við tannbergið og myndar þannig til skiptis öng og lokun. Sveifluhljóðið er táknað með r og er ýmist raddað eða óraddað. 14.1 Raddað sveifluhljóð er t.d. r í rífa. 14.2 Óraddað sveifluhljóð er t.d. r í hrífa. Verkefni J Skrifið eftirfarandi vísu upp og dragið hring um sveifluhljóðin: Framsókn býð ég odd og egg, íhaldsliðið niður hegg, örvum skýt og atgeir legg, eldrauður á hár og skegg. Ö.A. 1942.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=