Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 21 6 Nálæg/miðlæg/fjarlæg sérhljóð Sérhljóð eru ýmist sögð vera nálæg (t.d. í), miðlæg (t.d. i) eða fjarlæg (t.d. e) eftir því hve tungan er nálægt gómnum þegar þau eru mynduð. 6.1 Nálæg sérhljóð eru: í ú 6.2 Miðlæg sérhljóð eru: i u 6.3 Fjarlæg sérhljóð eru: e ö a o Verkefni D Skrifið eftirfarandi texta upp og dragið hring um nálæg sérhljóð, teiknið ferning um miðlæg sérhljóð og strikið undir fjarlæg sérhljóð: Líttu út um gluggann. Hver var að fara um götuna? Við erum inni og hlustum eftir því sem berst að utan. Nú kemur Jafet ofan brekkuna. Sérhljóðatafla Þá skiptingu sem rakin er hér að framan má sýna í einni töflu: frammælt uppmælt ókringd kringd ókringd kringd nálæg í ú miðlæg i u fjarlæg e ö a o 7 Löng sérhljóð/stutt sérhljóð Sérhljóð eru ýmist löng eða stutt. Meginreglurnar eru þessar: 7.1 Sérhljóð er langt ef á eftir því fer eitt eða ekkert samhljóð: fát, ný, sút, sú, sápa, taka, láta. (sjá auk þess 16.7.3) 7.2 Sérhljóð er langt í áhersluatkvæði ef á eftir því fara tvö samhljóð og þar fyrra er p, t, k eða s og það síðara v, j eða r: Esja, vökva, lepja, ytra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=