Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 20 Verkefni A Skrifið eftirfarandi vísu upp, strikið undir einhljóðin og dragið hring um tvíhljóðin: Skellur á flúðum flaumósa, fellur knúðum straumþunga, leikur í úða ljósbrota, ljómar í skrúða regnboga. Ö.A. 1942. 4 Kringd/ókringd sérhljóð Sérhljóð (þ.e. einhljóðin) eru ýmist kölluð kringd eða ókringd. Kringd sérhljóð eru mynduð með því að kringja varirnar, setja stút á munninn. Ókringd sérhljóð myndast þá án slíkrar kringingar. 4.1 Kringd sérhljóð eru: u ú o ö 4.2 Ókringd sérhljóð eru: a e i í Verkefni B Skrifið eftirfarandi texta upp, dragið hring um kringd sérhljóð og strikið undir þau sem eru ókringd (sleppið ó í sólskin, það er tvíhljóð): Nú er sólskin og sunnanvindur og ríður Sörli að garði, sagði stúlka á Norðurlandi. 5 Frammælt/uppmælt sérhljóð Sérhljóð eru ýmist kölluð frammælt eða uppmælt eftir því hvort tungan er framarlega í munninum (t.d. í) eða aftarlega (t.d. ú) þegar hljóðið er myndað. 5.1 Frammælt sérhljóð eru: e í í u ö 5.2 Uppmælt sérhljóð eru: a ú o Verkefni C Skrifið eftirfarandi texta upp, dragið hring um frammælt sérhljóð og strikið undir þau sem eru uppmælt (sleppið é í hét, það er hljóðfræðilegur bastarður, bæði sérhljóð og samhljóð): Hvaða saga hefst með þessum orðum: Mörður hét maður er kallaður var gígja? Hver skyldi hafa skrifað þessa sögu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=