Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 19 Við gerð bókarinnar var ákveðið að fella út kaflann um hljóðfræði en hafa hann fyrir þá kennara sem vilja nýta sér efnið hér í kennsluleiðbeiningunum. Hljóðfræði Í þessum kafla verður fjallað um talfærin og útskýrt í stuttu máli hvernig þau eru notuð til að mynda orð. Þá verður rætt um sérhljóð og skiptingu þeirra í einhljóð og tvíhljóð, rætt um kringd og ókringd sérhljóð, frammælt og uppmælt sérhljóð, nálæg, miðlæg og fjarlæg sérhljóð og löng og stutt sérhljóð. Þá verður fjallað um samhljóð og hvernig þau skiptast í lokhljóð, önghljóð, nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð eftir því sem kallast myndunarháttur (þ.e. hvernig þau eru mynduð). Að lokum er stutt umfjöllun um það sem kallast myndunarstaður samhljóða (þ.e. hvar þau myndast í munninum). Þessi upptalning er nú orðin nokkuð löng og ógnvænleg en bent skal á að hljóðfræðin er alls ekki flókin þegar mál hafa verið skýrð og skilin. 1 Talfærin Orðin sem við segjum eru gerð úr hljóðum sem kallast málhljóð. Þau myndast í talfærunum. Helstu talfærin eru: nefhol, varir, tennur, tannberg, framgómur, uppgómur, gómfylla, tungubroddur, tungubak, kok og raddbönd. Málið sem við tölum verður þannig til að við þrýstum lofti upp úr lungunum upp í gegnum munnholið eða nefið og breytum stöðu talfæranna á meðan. 2 Sérhljóð/samhljóð Málhljóðunum er skipt í tvo flokka sem kallast sérhljóð og samhljóð. Samhljóð myndast á þann hátt að ýmist er þrengt að loftstraumnum (önghljóð), honum hleypt út um nefið (nefhljóð) eða lokað fyrir hann (lokhljóð) (sjá auk þess um l og r). Sérhljóðin eru mynduð með raddböndunum og ekki er þrengt að loftstraumnum á leið hans um talfærin en tunga og varir breyta stöðu sinni eftir því hvaða sérhljóð er verið að mynda. 3 Sérhljóð – einhljóð/tvíhljóð Sérhljóð í íslenku eru 13 og skiptast í tvo flokka sem heita einhljóð og tvíhljóð. 3.1 Einhljóðin eru: a e i í u ú o ö 3.2 Tvíhljóðin eru: ei (ey) æ au ó á Hvert tvíhljóð er í rauninni gert úr tveimur einhljóðum: ei = eí; æ = aí; au = öí; ó = oú; á = aú. Þetta sést vel ef við breytum um rithátt á orðunum, ritum t.d. orðið bær = baír eða orðið lauma = löíma. Framburður orðanna verður sá sami. Takið eftir því að ei og ey er sama hljóðið þó að táknin séu ekki eins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=