Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 18 10 Eiríkur Rögnvaldsson 1990:109. 11 Björn Guðfinnsson 1967:76. Með kennimyndum er átt við þau beygingarform sagna sem gefa gleggstar vísbendingar um beygingu þeirra, þ.e. hvaða beygingarflokki þær tilheyra. Kennimyndir sagna eru taldar mismunandi (mismargar) eftir því hvort um er að ræða sterkar eða veikar sagnir.⁹ Í Íslenskri málfræði eftir Björn Guðfinnsson segir um ri-sagnir: Ri-sagnir hafa endinguna -ri í þátíð, en beygjast að öðru leyti sem sterkar sagnir. Síðan setur höfundur upp þrjár kennimyndir: gróa – greri – gróið o.s.frv.¹¹ Ri-sagnirnar eru dálítið utangátta í samfélagi íslenskra sagnorða; þær eru örfáar, forneskjulegar og frábrugðnar öðrum sögnum. Sérhljóðið í nútíð eintölu er ekki hið sama og í nafnhætti eða þátíð heldur er myndað með i-hljóðvarpi (af nafnhættinum): snúa – (ég) sný. Í Gullvör, fyrri útgáfu, voru þess vegna sýndar fjórar kennimyndir af ri-sögnum: snúa – sný – sneri – snúið. Þessu var breytt við þessa útgáfu til samræmis við þá hefð sem þarna hefur skapast (sbr. Björn Guðfinnsson sem fyrr var nefndur). Hjálparorðin, sem nemendur geta notað til að beygja núþálegar sagnir, eru þannig: (að) (ég nt.) (ég þt.) (hef) muna man mundi munað Við ri-sagnir er hægt að nota sömu hjálparorð og við veikar sagnir. (að) (ég þt.) (hef) róa reri róið núa neri núið Til að geta gert þetta rétt verður að læra utan að hvaða sagnir eru núþálegar og hverjar eru ri-sagnir. Enda er svolítill utanbókarlærdómur verulega hollur fyrir heilann. Rétt er að benda á að margir sleppa alveg blönduðu beygingunni (þ.e. núþálegum sögnum og ri-sögnum) í sumum bekkjum, t.d. hægferðarhópum. Þar er alveg nóg að læra bara um sterkar og veikar sagnir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=