Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 17 Veikar sagnir hafa þrjár kennimyndir: 1. 2. 3. tala talaði talað 1. 2. 3. telja taldi talið Takið eftir því að 2. kennimynd er 1. (eða 3.) persóna eintölu í þátíð (sbr. síðar, það sem sagt verður um núþálegar sagnir). Til að kenna grunnskólanemum um kennimyndirnar og beygingu sagna er hægt að einfalda þetta annars flókna kerfi mjög mikið. Við notum hjálparorð sem gefin eru upp fyrir hverja kennimynd. Fyrir sterkar sagnir líta hjálparorðin þannig út: (að) (ég í þt.) (við í þt.) (hef) bíta beit bitum bitið nema nam námum numið sitja sat sátum setið Þegar kemur að veiku sögnunum notum við sama kerfið en setjumX í stað þriðju kennimyndarinnar: (að) (ég í þt.) (við í þt.) (hef) tala talaði X talað telja taldi X talið hella hellti X hellt Nemendum er sagt að nota þessi hjálparorð og þegar kemur að 2. kennimynd (ég í þt.) kemur í ljós hvort sögnin er veik eða sterk. Ef hún er endingarlaus í þátíð 1. persónu (eitt atkvæði, nemendum finnst oft gott að klappa saman lófunum til að telja atkvæðin) þá er hún sterk og kennimyndirnar eru þar af leiðandi fjórar. Ef hún hefur endingu í þátíð (ef sagnmyndin er tvö atkvæði eða fleiri) er hún veik og þá kemur kross í stað þriðju kennimyndarinnar. Ein reglan sem nota má við þetta er sú, að ef 2. kennimynd endar á -ði, -di eða -ti þá kemur kross í 3. kennimynd. Í 6. kafla er fjallað um sterka og veika beygingu sagna. Blandaða beygingin bíður þar til í 7. kafla. Þegar kemur að blönduðu beygingunni verður að nota önnur hjálparorð. Blandaða beygingin nær ekki yfir nema 14 sagnorð. Þau eru núþálegu sagnirnar tíu: eiga, mega, unna, kunna, muna, munu, skulu, þurfa, vita, vilja, og ri-sagnirnar: róa, gróa, núa, snúa. Kennimyndir núþálegra sagna eru þessar, og takið eftir því að 2. kennimynd þessara sagna er 1. (eða 3.) persóna eintölu í nútíð (en ekki þátíð eins og í veikum og sterkum sögnum, sbr. það sem sagt var um þær hér að ofan): muna – man – mundi – munað; vita – veit – vissi – vitað Um kennimyndir segir í Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=