Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 11 4.2.4 Tala Nafnorð hafa tvær tölur, eintölu og fleirtölu. Hér er um svo einfalt efni að ræða að ekki er þörf á að leggja sérstaka áherslu á það í kennslunni. Öllum, sem tala tungumálið, er ljóst hvaða munur er á eintölu og fleirtölu. Nemendur kunna þetta fyrir, þurfa bara að vita hvað það heitir. 4.2.5 Kyn Kyn nafnorða í íslensku eru þrjú, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Dæmi: maður, kona, barn Svipaða sögu má segja um kynið og áður var minnst á hvað varðar töluna. Þetta er einfalt og vefst yfirleitt alls ekki fyrir neinum. 4.2.6 Sterk og veik beyging Nafnorðum má skipta í tvo flokka eftir því hvort þau hafa sterka eða veika beygingu. Ef orð beygist sterkt endar það í eignarfalli eintölu á samhljóði og endingin er þá -s, -ar eða -ur. Orð með veika beygingu enda á sérhljóði í öllum föllum eintölu. Dæmi um veika og sterka beygingu: sterk beyging: hestur bók barn hest bók barn hesti bók barni hest-s bók-ar barn-s veik beyging: nemand-i kon-a aug-a nemand-a kon-u aug-a nemand-a kon-u aug-a nemand-a kon-u aug-a Varasöm eru orð eins og heiði og belti. Þar sést að ávallt verður að gæta að eignarfallinu: heiði belti heiði belti heiði belti heið-ar belti-s Bæði orðin enda á sérhljóða í öllum föllum nema því síðasta. Þau tilheyra því sterkri beygingu. Ágætt er að kenna um sterka og veika beygingu í tengslum við kenniföllin. Þó skal þess gætt vandlega að kenna annað fyrst og hitt á eftir. Það getur skapaðmikil vandamál á unglingastiginu að kenna tvo hluti um leið, þó svo að hvor um sig sé einfaldur. Unga fólkið verður að fá svigrúm til að meðtaka þessi nýju fræði á þeim hraða sem því hentar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=