Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 12 6 Guðrún Kvaran 2005:204 4.3 Greinir Eins og fyrr sagði geta nafnorð bætt við sig greini. Þetta er sá þáttur sem greinir þau frá öðrum orðum. Í málfræðigreiningu í skólabókum eru nemendur oft látnir greina hvort nafnorð hefur viðskeyttan greini eða ekki. Þetta er auðvelt og þarfnast ekki nánari útskýringa eða kennslu: maður / maður-inn; kona / kona-n; barn / barn-ið Hér er hins vegar rétt að staldra lítillega við hugtakið ákveðni. Ákveðni er stundum talin sérstök formdeild í íslensku.⁶ Það sem ákvarðar ákveðni nafnorða er þá hvort þau hafa ákveðinn greini eða ekki. Ákveðni lýsingarorða er heldur flóknara mál og verður rætt hér á eftir. Ekki er endilega ætlast til þess að hugtakið ákveðni sé rætt við nemendur grunnskólans. 4.4 Lýsingarorð Lýsingarorð hafa að mestu leyti sömu beygingarþætti og nafnorð. Formdeildirnar kyn, tala og fall eru eins og í nafnorðunum og því óþarfi að endurtaka það sem sagt hefur verið um þá þætti hér að framan. Þegar kemur að því hvort um er að ræða sterka eða veika beygingu er annað uppi á teningnum. 4.4.1 Sterk og veik beyging lýsingarorða Reglurnar um sterka og veika beygingu lýsingarorða eru í grunnatriðum þær sömu og fyrir nafnorð. Þannig enda orð í veikri beygingu í öllum föllum eintölu á sérhljóði, aukaföllin þrjú eru öll eins. Og í sterkri beygingu enda orðin á samhljóði í eignarfalli eintölu. Veik beyging: stóri maðurinn góða konan þæga barnið stóra manninn góðu konuna þæga barnið stóra manninum góðu konunni þæga barninu stóra mannsins góðu konunnar þæga barnsins Sterk beyging: stór maður góð kona þægt barn stóran mann góða konu þægt barn stórum manni góðri konu þægu barni stórs manns góðrar konu þægs barns Munurinn er sá að öfugt við nafnorð, þar sem kyn er óbreytanlegur þáttur fyrir hvert orð, þá geta öll lýsingarorð (í frumstigi og efsta stigi) haft sterka eða veika beygingu eftir setningarlegri stöðu. Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að í fyrra tilvikinu, þar sem lýsingarorðin beygjast veikt, er greinir áfastur við nafnorðin sem fylgja þeim. Til að breyta beygingu lýsingarorðanna úr veikri í sterka tökum við greininn aftan af nafnorðinu sem lýsingarorðið stendur með: fljóti hlaupar-inn > fljótur hlaupari Þetta mætti orða þannig að lýsingarorð er ákveðið ef það stendur í veikri beygingu en ekki þegar það beygist sterkt. Ekki er þó nein þörf á að láta nemendur grunnskólans læra um ákveðni lýsingarorða. Ef til vill má benda þeim á hvað gerist þegar greinirinn fellur aftan af nafnorðinu en gæta verður þess að slíkar útskýringar verði ekki of flóknar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=