Gegnum holt og hæðir - rafbók

93 – Geturðu nefnt guð? Jón svaraði: – Hafi ég getað það áður þá get ég það eins enn Prestur spurði hann þá að hvort hann hefði ekki orðið hræddur En Jón sagðist ekki hafa haft neitt hræðsluefni Prestur spurði hann að hvort hann hefði ekki orðið var við neinn Jón sagðist hafa fundið mann Hefði hann verið vænn við sig og gefið sér þetta sem hann sæi hér og sýndi honum peningana Sagðist hann vilja gefa honum þá ef hann greiddi fyrir erindi sínu Prestur var tregur til þess en þó kom svo um síðir að hann sagði: – Prófastur einn býr í Vatnsfirði vestur Vil ég ráða þér að fara til hans og bera honum kveðju mína því ef hann getur ekki greitt fyrir erindi þínu þá get ég ekki séð neitt ráð fyrir þér En peninga þessa vil ég ekki þiggja því lítil blessun mun þeim fylgja en fús er ég að geyma þá þangað til þú ráðstafar þeim frekar Vil ég helst að þú farir ekki lengra Sýnist mér það þarflaus keppni Jón fer í Vatnsfjörð Jón þakkaði honum góð ráð en sagðist vilja halda áfram Kvaddi hann síðan prestinn og hélt af stað Segir ekki frá ferð hans fyrri en hann kom í Vatnsfjörð, var það seint um kvöld, og barði að dyrum Hann gjörði boð fyrir prófastinn og kom hann vonum bráðar Jón heilsaði honum kurteislega, bar honum kveðju prestsins í Árnesi og bar upp fyrir honum erindi sín Prófastur tók því þunglega en bauð honum að vera þar um nóttina og það þáði Jón Um kveldið innti hann að erindi sínu aftur við prófastinn en hann tók því enn þunglegar en fyrri og sagðist hvorki vilja né geta lagt honum ráð en Jón skoraði fastlega á hann Prófastur segir þá loksins: – Þar eð þú sjálfur vilt ógæfu þína þá skal ég segja þér frá sögu einni Hef ég von um að þú munir verða búinn að fá nóg þegar þú hefur heyrt hana Byrjaði hann sögu sína þannig: – Stofa er hér niðri í bænum Hún er opin og getur hver gengið um hana sem vill Eikarborð eitt mikið gengur um hana þvera og fyrir innan það stendur skatthol og tveir skápar standa uppi á því Lyklarnir standa í skránum en enginn getur lokið upp en ellefu hafa reynt að vaka þar um nóttu og hafa þeir fundist höfuðlausir hérna í bæjardyrunum Hafa menn það álit að stofuna muni eiga prófastur einn er hér var fyrir hundrað árum og muni hann vitja þangað á hverri nóttu Vil ég ráða þér fastlega til að leggja þig ekki í þessa hættu Jón sagði að gaman væri að reyna að vaka þar í nótt en prófastur réð honum mjög frá því en það tjáði ekki að letja hann Lét þá prófastur loks til leiðast, fékk honum álnarlangt vaxkerti og fylgdi honum niður í stofuna, bauð honum síðan góðar nætur og fór að hátta álnar ef. af alin: mælieining u.þ.b. 60 cm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=