Gegnum holt og hæðir - rafbók

92 Draugar aftur máls á erindi sínu við prestinn en hann tók því mjög þunglega Jón herðir þá að honum að leggja sér ráð Lætur þá loks til leiðast og mælti: – Prestur var hér á staðnum fyrir þremur mannsöldrum Hann var peningamaður mikill Áður en hann dó lét hann búa lykil til að kirkjunni og sagði svo fyrir að hann væri lagður í kistu sína þegar hann dæi Ekki vissu menn til hvers hann gjörði þetta Nú dó presturinn og þóttust menn þá vita að hann mundi hafa grafið peninga sína í kirkjunni því að engir peningar komu fyrir eftir hann Hafa margir reynt að vaka hér á nóttu og komast að þessum peningum en þeir hafa fundist vitstola í kringum bæinn Vil ég ráða þér að reyna ekki til þess því að illt muntu af því hafa Jón sagði að gaman væri að freista þess Sá þá prestur að ekki tjáði að letja hann og var hann lokaður úti um kvöldið þegar fólkið fór að hátta Jón reikaði þá út að kirkjugarðinum og beið þar lengi þangað til hann sá að opnaðist eitt leiði og reis þar upp maður hjúpaður Sá gekk að kirkjudyrum, lauk upp og fór inn Jón veitti honum eftirför Hann gekk inn í kirkjuna og settist í krókbekkinn að hurðarbaki Hinn dauði gekk innar á kórgólfið, tók þar upp tvær fjalir úr gólfinu og dró þar upp úr skrín eitt mikið, fullt af peningum Hann hvolfdi úr því á gólfið og kastaði svo peningunum út um allt og lét þá velta og skoppa um alla kirkjuna Þetta lét hann ganga lengi nætur en þegar fór að líða undir daginn fór hann að tína saman aftur Þá stóð Jón upp og kastaði út um allt aftur jafnóðum og hinn tíndi saman Hinum dauða tók að leiðast þetta og bað Jón hætta en Jón gaf sig ekki að því Létu þeir þetta ganga þangað til dagur ljómaði Ætlaði hinn dauði þá að hlaupa frá hrúgunni og komast í gröfina Það sá Jón og hljóp út og var fyrri að gröfinni Tók hann tvær spýtur er voru þar í garðinum og lagði þær í kross yfir gröfina Komst hinn dauði þá ekki í hana en kom inn aftur Var hann þá ófrýnilegur og spurði Jón því hann verði sér gröfina Jón sagði að hann fengi ekki að komast í gröfina nema hann gæfi sér peninga sína alla og lofaði að vitja þeirra aldrei oftar Hinn var tregur til að lofa því en þó fór svo um síðir að hann hét því ef hann lofaði sér í gröfina því að dagur var runninn Jón fór þá og tók krossinn af gröfinni og lét hinn dauða fara ofan í hana Mokaði hann síðan að honum moldu, lagði kross í miðja mold og bjó um sem best Síðan fór hann inn í kirkjuna og hirti peninga sína og bar skrínið heim að bæjardyrum og beið þar þangað til á fætur væri komið Honum þótti fólk seint á fætur Loksins kemur prestur út við annan mann því að hann hélt að Jón mundi vera vitlaus Þegar hann sá Jón þar brá honum mjög í brún Jón bauð góðan daginn Prestur gegndi eigi en mælti: engir peningar komu fyrir eftir hann: hann skildi ekki eftir sig neina peninga þegar hann dó vitstola: vitfirrtur, óður letja: telja úr, ráða e-m frá e-u

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=