Gegnum holt og hæðir - rafbók

79 Draugar Ekki er undarlegt að fólk hafi óttast drauga í gamla daga Það bjó í illa upplýstum húsum, úti voru engin götuljós, ekkert rafmagn og oft var tunglið eina lýsingin sem menn höfðu á ferðum sínum Enda töldu þeir sig stundum mæta ýmsu misjöfnu Af þessu eru til margar sögur Hér er fyrst saga af sjómanni sem kemur í höfn og leitar gistingar Hann hittir einkennilega stúlku og eltir hana Ekki reynist það honum að öllu leyti hættulaust Næst er sagan af Miklabæjar-Solveigu Hún leggur ofurást á prest nokkurn sem hafnar henni og þá tekur hún líf sitt í ástarsorginni En Solveig er jarðsett utangarðs og gengur aftur Ofsækir hún nú prestinn af miklum móði og er ekki útséð um hvort hann muni halda lífi fyrir henni Tískildingurinn er lítil saga um mann sem grefur pening í jörð og ætlar að vitja hans þegar hann deyr Loks er sagan af Jóni óhrædda Hún fjallar um mann sem ekki kann að hræðast Leitar hann víða eftir aðstoð því hann langar til að kynnast hræðslunni en ekkert virðist geta vakið honum hræðslu Þangað til að lokum að lausnin kemur úr óvæntri átt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=