Gegnum holt og hæðir - rafbók

80 Draugar 23. Hverf er haustgríma Sögugluggi Einhverju sinni síðla hausts bar svo til að sjómaður nokkur kom með skipi til Reykjavíkur og ætlaði hann að dveljast þar um sinn Eigi er þess getið hvað hann hét Skipið sem hann kom með varð seint fyrir svo að langt var liðið á kvöld er það lagðist við hafnarbakkann Steig maðurinn nú á land með föggur sínar sem hann hafði í poka eins og sjómönnum er títt Ókunnugur var hann í bænum og átti þar ekki vissan næturstað en einhver hafði ráðlagt honum að leita sér gistingar í Herkastalanum Spurði hann til vegar og segir ekki af ferðum hans fyrr en þangað var komið Voru þá flestir gengnir til náða enda komið fram á rauðanótt Tókst honum þó að koma boðum til húsráðanda og beiðast gistingar en fékk það svar að slíks væri enginn kostur því að hvert rúm væri skipað Heldur hann við svo búið út á strætið og hugsar ráð sitt Fátt manna var á ferli enda veður dimmt og drungalegt Hittir hann þó einhverja að máli þar á götunni og spyrst fyrir um gististaði í bænum en enginn gat leyst vandræði hans Reikar hann nú eftir götunni uns hann nemur staðar við búðarglugga einn Eigi hefur hann staðið þar lengi er hann sér dökkklædda stúlku við næsta glugga Hugsar hann þá með sér að engu sé spillt þótt hann hafi tal af stúlkunni ef svo ólíklega mætti verða að hún gæti vísað honum á gististað Heldur hann nú í áttina til stúlkunnar en jafnskjótt leggur hún af stað og fer undan Greikkar hann þá sporið en eigi dregur saman með þeim heldur Þykir honum þetta kynlegt og hugsar með sér að stúlkan þurfi ekki að vera hrædd við sig enda skuli þau ekki skilin að skiptum við svo búið og hraðar nú göngunni sem mest hann má uns hann hleypur við fót en það kemur fyrir ekki Stúlkan er jafnlangt á undan honum sem fyrr Einhver umferð var á götunni og þó lítil en ekki gaf maðurinn neinn gaum að vegfarendum heldur herti gönguna sem mest hann mátti á eftir stúlkunni Þannig þreyttu þau lengi þessa för um dimmar hverf: breytileg, hverful haustgríma: haustnótt Herkastalinn: húsnæði hjálpræðishersins gaf gaum að: tók eftir, veitti athygli þreyttu þessa för: héldu áfram ferðinni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=