Gegnum holt og hæðir - rafbók

60 Helgisögur fangalausu. Kölski lítur til hennar og segir að það sé ekki meira en mannsverk, fer burtu og kemur aftur eftir litla stund með mikla drögu og lekur úr sjávarselta. Síðan lætur hann úr drögunni í sálina en hún er jafntóm eftir sem áður. Fer hann þá í annað sinn og kemur aftur með aðra drögu miklu stærri og steypir í sálina en hún fyllist ekki að heldur. Svo fer hann í þriðja sinn og kemur upp með drögu og er hún mest þeirra. Þeim peningum hellir hann í sálina og fer það allt á sömu leið. Þá fer hann hið fjórða skipti og sækir enn drögu. Sú var meiri en allar hinar. Steypir hann þeim peningum einnig í sálina en ekkert hækkar í henni. Verður kölski þá hvumsa við og segir, í því hann yfirgefur manninn: – Seint fyllist sálin prestanna. Maðurinn varð, sem von var, alls hugar feginn lausn sinni frá vistráðunum hjá kölska og af því hann þóttist eiga þar presti best upp að unna, skipti hann jafnt á milli þeirra peningunum og vitjaði kölski hvorki þeirra né mannsins eftir það en maðurinn varð auðmaður alla ævi og skorti aldrei fé, né heldur prestinn. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvað var það sem komumaður bauðst til að hjálpa unga manninum með? 2. Unga manninum fór að líða illa er leið á árið. Hvers vegna? 3. Lýstu ráðagerð prestsins í stuttu máli. 4. Hvaða merkingu hefur orðið sál í sögunni? 5. Gerðu grein fyrir persónum í sögunni, bæði aðalpersónu og aukapersónum. Lýstu þeim öllum í stuttu máli. 6. Seint fyllist sálin prestanna. Hver er merking þessa orðatiltækis nú á tímum? draga: fábrotinn búnaður til að draga á hey verða hvumsa við: bregða, verða hissa eiga best upp að unna: gott að gjalda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=