Gegnum holt og hæðir - rafbók

59 miðjunni á hólnum Þegar því var lokið er komið að krossmessu Tekur prestur þá sál og úr henni báða botna en setur krossmark í annan endann og festir sálina í gatinu á hólinn svo hún stendur þar upp sem strompur en krossmarkið er í neðri enda sálarinnar Síðan segir hann við bónda að hann skuli bíða kaupanauts síns uppi á hólnum og setja honum þá kosti að hann fylli sálina með peninga, öllum að meinfangalausu, áður en hann fari að þjóna honum, ella sé hann af kaupinu Síðan skilur prestur við bónda og fer hann að öllu sem prestur hafði fyrir mælt Nokkru síðar kemur kaupanautur hans og er hann nokkru úfnari en í fyrra skiptið Bóndi segir við hann að sér hafi láðst eftir seinast að biðja hann bónar sem sé lítilsverð fyrir hann en sér ríði á svo miklu að hann geti ekki farið til hans ellegar Kölski spyr hvað það sé og segir hann að það sé að fylla sálina þá arna með silfurpeninga, öllum að meinKom maður til hans og heilsaði honum altillega. sál: skinnpoki, skinnbelgur kaupanautur: sá sem viðskipti eru átt við, viðskiptamaður meinfangalaus: skaðlaus, meinlaus verða af kaupinu: samningurinn falli úr gildi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=