Gegnum holt og hæðir - rafbók

30 Tröll roðið í einu lagi, drepur síðan smjöri vel þykkt á allan fiskinn og leggur roðið ofan yfir það Að því búnu kastar hann fiskinum svo langt sem hann gat innar eftir hellinum og segir að þeir skuli vara sig sem fyrir séu á því sem hann sendi en þeir megi hirða það og eiga ef þeir vilji Heyrir nú Jón bráðum að ýlfrið þagnar en einhver fer að rífa fiskinn Skessan kemur heim Þegar Jón hafði matast leggst hann fyrir og ætlar nú að fara að sofa Heyrir hann þá úti fyrir hellinum að skrjáfar í grjótinu og að einhver kemur heldur en ekki þungstígur að hellismunnanum Sér hann brátt að það er skessa ein stór og mikil og er sem hún glói öll utan í myrkrinu Þótti Jóni nóg um sjón þessa En í því skessan kemur inn í hellisdyrnar segir hún: – Mannaþefur í helli mínum Síðan skálmar hún innar eftir hellinum og fleygir niður byrði sinni á gólfið Varð þá dynkur mikill svo hellirinn nötraði við Þá heyrir Jón að kerling fer að tala við einhvern innar Heyrir hann þá að hún segir: – Betur gjört en ekki og er illt ef það skal ólaunað Sér hann þá hvar skessan kemur fram með ljós í hendi Hún heilsar Jóni með nafni, þakkar honum fyrir börnin sín og biður hann að koma með sér inn í hellinn Það þiggur hann en kerling krækti litlu fingrunum undir silana á böggum hans og heldur svo á þeim með sér Þegar inn eftir kemur sér Jón þar tvö rúm og eru tvö börn í öðru Voru það börn skessunnar sem hann hafði heyrt til og sem höfðu étið fiskinn En á gólfinu lá silungshrúga sem kerling hafði veitt um kvöldið og borið heim á bakinu og af því sýndist hún öll glóandi utan í myrkrinu Kerling spyr nú Jón hvort hann vilji heldur sofa í sínu rúmi eða í rúmi barna sinna Hann vildi heldur sofa í rúmi barnanna Tekur þá skessan börnin sín og býr um þau á gólfinu en lætur öll ný föt í rúmið og býr um hann vel Fer þá Jón að sofa og vaknar við það að kerling kemur með heitan silung handa honum að borða. Hann þiggur silunginn en á meðan hann er að borða var kerling alltaf að tala við hann og var hin glaðasta Hún spyr hann hvar hann ætli að róa Hann segir henni það Hún spyr hvort hann sé ráðinn hjá nokkrum Jón segir það ekki vera Segir Skessa kom í hellismunnann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=