Gegnum holt og hæðir - rafbók

31 þá kerling honum að nú séu allir búnir að fullráða hjá sér í Eyjunum svo enginn geti þar bætt á sig manni og hann muni hvergi fá inni nema hjá einum uppgefnum karli sem nú fái aldrei orðið bein úr sjó og ekki hafi nema hálfónýtan bát og ónýta stráka á, því hann fái engan almennilegan mann orðið – Ræð ég þér til, segir hún, að fala skiprúm hjá karli þessum og mun hann teljast undan að taka þig, en þú skalt ekki hætta fyrr en hann gerir það Ég get nú ekki borgað þér fyrir börnin mín sem skyldi, sagði skessan, en þó eru hér tveir önglar sem ég ætla að gefa þér Skaltu sjálfur hafa annan en karlinn skal hafa hinn Þið skulið ævinlega renna tveir einir: því ég vona að önglarnir reynist heldur fisknir Þið skulið alténd róa seinastir af öllum og sjá um að koma ævinlega fyrstir að á kvöldin Aldrei skuluð þið róa lengra en að kletti þeim sem er rétt fyrir utan vörina Og skessan hélt áfram: – Þegar þú kemur nú í Landeyjasand Jón þáði silunginn. drepur, drepa (hér): smyrja sili: lykkja milli hagldanna á reipi sem bagginn var hengdur á að fala skiprúm: að sækja um vinnu á bátnum alténd: hvað sem öðru líður, að minnsta kosti vörin: lendingarstaðurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=