Gegnum holt og hæðir - rafbók

25 Tröll Í ljósaskiptunum taka íslensku fjöllin á sig ýmsar myndir og þegar dimmir geta þau stundum farið að líkjast risavöxnum tröllum Á fyrri öldum, þegar menn höfðu lítið ljós annað en dagsbirtu og tungl, fóru oft ýmsar kynjamyndir á kreik í rökkrinu Trúin á tröll er ævaforn og lýsa sögurnar því hvernig tröllin reyndu að seiða menn til sín eða brugðu sér í mannslíki og réðu sig í vinnu á bæjunum Stundum launuðu tröllin fyrir sig þegar þeim var gert gott Þannig er einmitt fyrsta sagan í tröllaflokknum hér á eftir Það eru ekki til margar sögur um ófrískar skessur en skessan í sögunni er einmitt þannig á sig komin Hún binst ævilangri tryggð við skólapilt sem hjálpar henni í veikindum sínum Sagan um Jón og tröllskessuna fjallar líka um tryggð þótt ólík sé Skessa tekur ástfóstri við ungling sem gerir börnum hennar gott Sá vinskapur endist meðan bæði lifa Sagan um Þorstein tól er reyndar líka um ólétta skessu Þar segir hins vegar frá því sem getur gerst ef menn hæðast að veikum tröllum Gissur á Botnum er svo um mann sem á fótum fjör að launa undan skessu einni sem ætlar að sjóða hann í potti sínum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=